VERKIN MÍN
Já hf. | 01
Verkefni | 01 Já hf.
Eitt þeirra verkefna sem ég er stoltust af er stofnun og rekstur Já, félagið er í dag vettvangur nýsköpunar, vinnustaður tuga framúrskarandi starfsmanna og þjónustuaðili þúsunda viðskiptavina.
Fálagið var selt Sýn hf. í febrúar 2023.
Gallup | 02
Verkefni | 02 Gallup
Árið 2015 keypti Já allt hlutafé í rannsóknarfyrirtækinu Gallup. Þar með var lagður grunnur að einu öflugasta upplýsingafyrirtæki landsins.
Leggja | 03
Verkefni | 03 Leggja
Árið 2017 keypti Já lausnina Leggja og sameinaði rekstur hennar við rekstur annarra stafrænna lausna í vöruframboði Já.
Undir lok ársins 2019 var Leggja lausnin seld til EasyPark Group sem er leiðandi í Evrópu á sviði sambærilegra lausna.
Lyfja | 04
Verkefni | 04 Lyfja
Lyfja er leiðandi í rekstri lyfjaverslana á Íslandi, Lyfja starfrækir alls 45 apótek og útibú allan hringinn í kringum landið. Sú þjónusta sem Lyfja veitir er mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Við | 05
Verkefni | 05 Samfélagsleg ábyrgð
Mikilvægasta samfélagslega verkefni fyrirtækja er ábyrgur rekstur. Bæði starfsmenn Já og Lyfju hafa auk þess lagt lið með fjölbreyttum hætti. Tóku nokkur ár í röð þátt í söfnunarátakinu "Á allra vörum", leyfðu Íslendingum að skyggnast á bakvið tjöldin í Borgarleikhúsinu, vöktu athygli á sjálfboðaliðum Landsbjargar, færðu nýbökuðum foreldrum Vöggugjöf svo nokkur dæmi séu nefnd.